Múrinn um matarkörfuna Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er sjarmi að búa í svo fámennu samfélagi að við spjöllum við kunningja þegar við kaupum í matinn og nikkum til granna við kassann. Návígið hefur gert að ég raða í körfuna eftir ákveðinni aðferðafræði. Matarkörfunni fylgir nefnilega alltaf einhver feimni, því matarkarfa segir ákveðna sögu. Ég fel dömubindin í körfunni. Reyndar líka Bingókúlurnar (undir salatpoka) þrátt fyrir að það teljist kannski ekki fréttnæmt að fertugar konur kaupi dömubindi og að það sé lógískt skynsömu fólki að konur kaupa dömubindi einmitt á sama tíma og þær kaupa súkkulaði. Ég reyni að líta aldrei ofan í körfur annarra, ekki frekar en ég myndi lesa dagbók þó hún stæði opin. Matarkarfan segir ekki bara sögu okkar. Hún segir sögu um samfélagið. Rjómi og beikon rokselst. Allir með sómakennd fela brauð og ávexti í körfunni. Og svo segir ein matarkarfa í hverfisverslun á Íslandi sögu um pólitík. Íslenska matarkarfan kostar 40-67% meira en sama matarkarfa í höfuðborgum Norðurlandanna. Verðmunurinn felst að stórum hluta í innlendum landbúnaðarvörum. Ástæðan er pólitík, múrinn sem stjórnvöld hafa reist kringum matarkörfuna. Vernd landbúnaðar er hvergi meiri innan OECD og greinin er að hluta undanþegin samkeppnislögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna rammaði inn mikilvægi samkeppnislaga með því að segja samkeppnislög hafa sömu þýðingu fyrir frjálsan markað og stjórnarskrána fyrir vernd mannréttinda. Múrinn um matarkörfuna hefur áhrif á lífskjör okkar, karfan okkar er dýrari og fábreyttari. Í því ljósi er merkilegt hvað stjórnvöld gera lítið til að vernda frelsi okkar þegar við kaupum í matinn. Það eru nefnilega mannréttindi í matarkörfunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sjarmi að búa í svo fámennu samfélagi að við spjöllum við kunningja þegar við kaupum í matinn og nikkum til granna við kassann. Návígið hefur gert að ég raða í körfuna eftir ákveðinni aðferðafræði. Matarkörfunni fylgir nefnilega alltaf einhver feimni, því matarkarfa segir ákveðna sögu. Ég fel dömubindin í körfunni. Reyndar líka Bingókúlurnar (undir salatpoka) þrátt fyrir að það teljist kannski ekki fréttnæmt að fertugar konur kaupi dömubindi og að það sé lógískt skynsömu fólki að konur kaupa dömubindi einmitt á sama tíma og þær kaupa súkkulaði. Ég reyni að líta aldrei ofan í körfur annarra, ekki frekar en ég myndi lesa dagbók þó hún stæði opin. Matarkarfan segir ekki bara sögu okkar. Hún segir sögu um samfélagið. Rjómi og beikon rokselst. Allir með sómakennd fela brauð og ávexti í körfunni. Og svo segir ein matarkarfa í hverfisverslun á Íslandi sögu um pólitík. Íslenska matarkarfan kostar 40-67% meira en sama matarkarfa í höfuðborgum Norðurlandanna. Verðmunurinn felst að stórum hluta í innlendum landbúnaðarvörum. Ástæðan er pólitík, múrinn sem stjórnvöld hafa reist kringum matarkörfuna. Vernd landbúnaðar er hvergi meiri innan OECD og greinin er að hluta undanþegin samkeppnislögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna rammaði inn mikilvægi samkeppnislaga með því að segja samkeppnislög hafa sömu þýðingu fyrir frjálsan markað og stjórnarskrána fyrir vernd mannréttinda. Múrinn um matarkörfuna hefur áhrif á lífskjör okkar, karfan okkar er dýrari og fábreyttari. Í því ljósi er merkilegt hvað stjórnvöld gera lítið til að vernda frelsi okkar þegar við kaupum í matinn. Það eru nefnilega mannréttindi í matarkörfunni.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar