Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2019 10:20 Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, ætlar að halda sínum hlut en SalMar var að auka sinn hlut um sem nemur 2,5 milljörðum íslenskra króna. Fréttablaðið/Stefán Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Norska stórfyrirtækið SalMar hefur gert samning um kaup á 3.268.670 hlutum í Arnarlax á verði 55 NOK á hlut, samtals 179.776.850 NOK eða um 2,5 milljarða ISK. Þetta kemur fram í Fiskeldisblaðinu. Í morgun var tilkynnt um kaupin, að SalMar hafi gert samning um kaup en SalMar átti fyrir 41,95% hlutafjár í Arnarlax. Eignarhlutur eykst í rúm 54 prósent. Fyrirhugað er að SalMar muni bjóða öðrum hluthöfum 55,50 norskar krónur á hlut og þá í þeim tilgangi að eignast félagið alfarið. Í Fiskeldisblaðinu er sagt að heildarvirði eftirstandandi hlutabréfa sé samkvæmt því 676 milljónir norskar krónur. Sem leggur sig á rétt tæpar 9,5 milljarða. Ljóst er að um gríðarlega fjármuni er að tefla. Samkvæmt Fréttablaðinu er fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. „Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hefur staðfest að hann vilji halda sínum eignarhlut í Arnarlaxi AS og mun því ekki selja hlutabréf sín,“ segir í tilkynningu frá SalMar. Ekki kemur fram hversu stór hlutur Kjartans er í félaginu.Árið 2013 fór Kristján Már Unnarsson fréttamaður vestur og ræddi þá við Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuð frá Noregi sem sagði þá að laxeldi myndi valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum. Hann var kominn til Íslands gagngert til að byggja upp fiskeldisfyrirtæki í Bíldudal. Óhætt er að segja að það hafi gengið eftir. Þar segir að Fjarðarlax sé bara „byrjunin á laxeldisævintýrinu á sunnanverðum Vestfjörðum“ annað fyrirtæki, undir forystu þeirra Matthíasar Garðarssonar og Víkings Gunnarssonar, eru sömuleiðis „að hefja mikla uppbyggingu. Matthías segist gera ráð fyrir að heildarfjárfesting Arnarlax í verksmiðju á Bíldudal, lífmassa, skipum og öðru muni nálgast þrjá milljarða króna þar til framleiðsla hefst á árunum 2015-2016.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00 Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45 Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. 11. febrúar 2019 16:00
Enn á ný gat hjá Arnarlaxi Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. 23. janúar 2019 06:45
Gat á sjókví Arnarlax Unnið er að athugun á hvort slysaslepping hafi átt sér stað. 22. janúar 2019 17:54