Fyrrverandi njósnari sögð hafa svikið Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 21:10 Monica Elfriede Witt hefur verið ákærð fyrir að leka leynilegum upplýsingum og svíkja samstarfsmenn sína með því að leka persónuupplýsingum um þá til Íran. AP/FBI Yfirvöld Bandaríkjanna segja fyrrverandi starfsmann leyniþjónustu flughers Bandaríkjanna hafa veitt Írönum leynilegar upplýsingar og leynilegt verkefni Bandaríkjanna og flúið til Íran. Monica Elfriede Witt hefur verið ákærð fyrir að leka leynilegum upplýsingum og svíkja samstarfsmenn sína með því að leka persónuupplýsingum um þá til Íran. Hakkarar, sem einnig hafa verið ákærðir, notuðu þær upplýsingar til að ráðast gegn þeim aðilum. Witt er sögð hafa flúið til Íran árið 2013 en hún var ekki ákærð fyrr en í dag. Talið er að hún sé enn í Íran.Samkvæmt AP fréttaveitunni fylgdust rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, með Witt eftir að hún fór á ráðstefnu í Íran árið 2012 og birtist í áróðursmyndbandi gegn Bandaríkjunum. Henni barst viðvörun um að leyniþjónusta Íran myndi reyna að snúa henni gegn Bandaríkjunum og hét hún því að leka ekki upplýsingum um störf sín ef hún færi aftur til Íran og var hún ekki handtekin.Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar hún veitti Írönum en aðstoðarforstjóri FBI segir þær geta ógnað öryggi Bandaríkjanna. AP hefur eftir honum að Witt hafi ítrekað leitað leiða til að grafa undan Bandaríkjunum og styðja ríkisstjórn Íran. Witt starfaði hjá leyniþjónustu flughersins frá 1997 til 2008 og starfaði meðal annars víða í Mið-Austurlöndum og hafði aðgang að leynilegum upplýsingum eins og nöfnum uppljóstrara Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Eftir 2008 og fram til 2013 starfaði hún sem verktaki hjá Varnaramálaráðuneyti Bandaríkjanna. Bandaríkin Íran Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja fyrrverandi starfsmann leyniþjónustu flughers Bandaríkjanna hafa veitt Írönum leynilegar upplýsingar og leynilegt verkefni Bandaríkjanna og flúið til Íran. Monica Elfriede Witt hefur verið ákærð fyrir að leka leynilegum upplýsingum og svíkja samstarfsmenn sína með því að leka persónuupplýsingum um þá til Íran. Hakkarar, sem einnig hafa verið ákærðir, notuðu þær upplýsingar til að ráðast gegn þeim aðilum. Witt er sögð hafa flúið til Íran árið 2013 en hún var ekki ákærð fyrr en í dag. Talið er að hún sé enn í Íran.Samkvæmt AP fréttaveitunni fylgdust rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, með Witt eftir að hún fór á ráðstefnu í Íran árið 2012 og birtist í áróðursmyndbandi gegn Bandaríkjunum. Henni barst viðvörun um að leyniþjónusta Íran myndi reyna að snúa henni gegn Bandaríkjunum og hét hún því að leka ekki upplýsingum um störf sín ef hún færi aftur til Íran og var hún ekki handtekin.Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar hún veitti Írönum en aðstoðarforstjóri FBI segir þær geta ógnað öryggi Bandaríkjanna. AP hefur eftir honum að Witt hafi ítrekað leitað leiða til að grafa undan Bandaríkjunum og styðja ríkisstjórn Íran. Witt starfaði hjá leyniþjónustu flughersins frá 1997 til 2008 og starfaði meðal annars víða í Mið-Austurlöndum og hafði aðgang að leynilegum upplýsingum eins og nöfnum uppljóstrara Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Eftir 2008 og fram til 2013 starfaði hún sem verktaki hjá Varnaramálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Bandaríkin Íran Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira