Ný ítölsk súperstjarna fædd í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:30 Nicolo Zaniolo fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi. Getty/Chris Brunskill Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn