Stórbankinn Deutsche Bank greiðir hæstu vextina Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Deutsche Bank er í erfiðri stöðu þessi misserin. Nordicphotos/Getty Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stórbankinn Deutsche Bank þarf að greiða hæstu vexti allra leiðandi banka á evrópskum skuldabréfamarkaði í ár, samkvæmt upplýsingum frá fréttaveitunni IFR. Greinendur telja að hár fjármögnunarkostnaður þýska bankans geti dregið úr hagnaði hans um allt að 35 prósent. Athygli vakti í liðinni viku þegar Deutsche Bank seldi skuldabréf fyrir samanlagt 3,6 milljarða evra með 180 punkta álagi ofan á grunnvexti tveggja ára skuldabréfa en það þykir hátt álag fyrir skammtímafjármögnun. Þá greiddi bankinn auk þess 230 punkta álag ofan á grunnvexti sjö ára skuldabréfa en í frétt Financial Times er bent á að það sé hærra álag en hinn spænski CaixaBank hafi nýlega þurft að greiða fyrir fimm ára skuldabréf. „Deutsche þarf að greiða töluvert hærra álag en næstum því allir evrópskir stórbankar,“ segir Michael Hünseler, sjóðsstjóri hjá Assenagon, og bendir á að álagið endurspegli miklar efasemdir fjárfesta um rekstur bankans sem hafi farið versnandi. Ódýr fjármögnun hefur um áratugaskeið verið eitt aðalsmerki Deutsche Bank og átt stóran þátt í örum vexti bankans. Hins vegar hefur rekstrarumhverfi þýska stórbankans gjörbreyst í kjölfar fjármálahrunsins og er hár fjármögnunarkostnaður nú talinn einn hans helsti dragbítur. Greinendur hafa bent á að hækkandi vaxtagreiðslur bankans geti dregið úr samkeppnisforskoti hans og gert það að verkum að hann geti ekki lengur boðið mikilvægustu viðskiptavinum sínum samkeppnishæf kjör. Amit Goel, greinandi hjá Barclays, dregur upp dökka sviðsmynd af áhrifum hækkandi fjármögnunarkostnaðar Deutsche Bank í nýlegu minnisblaði og segir að kostnaðurinn geti minnkað hagnað bankans um allt að 35 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira