Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Frá útibúi Íslandspósts í Pósthússtræti sem fyrirtækið lokaði eftir síðustu jólavertíð. Fréttablaðið/Ernir Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hefur Íslandspóstur ohf. (ÍSP) greitt lögmannsstofunni Juris rúmlega 121 milljón króna vegna starfa Andra Árnasonar, eins eigenda stofunnar, fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hæstar urðu greiðslurnar til Juris vegna starfa Andra árið 2017. Þá námu þær tæplega 31 milljón króna. Til samanburðar námu laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, það ár um 20 milljónum króna samkvæmt ársreikningi. Störf Andra fyrir félagið hafa að stórum hluta falist í að gæta hagsmuna ÍSP við meðferð mála sem tengd eru fyrirtækinu fyrir Samkeppniseftirlitinu. Á tímabili hafði Samkeppniseftirlitið til rannsóknar níu meint brot ÍSP á samkeppnislögum. Meðferð þeirra lauk með sátt fyrirtækisins við eftirlitið í febrúar 2017. Þar játaði ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt en þurfti aftur á móti að grípa til ýmissa aðgerða til að bæta samkeppnishætti sína og samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Fyrirtækið ÍSP var fært undir gildissvið upplýsingalaga í ársbyrjun 2013 og hefur Pósturinn tekið þann pólinn í hæðina að afhenda ekki gögn sem urðu til fyrir það tímamark. Af svari fyrirtækisins nú má sjá að greiðslur til Juris hafi farið hækkandi eftir því sem nær dró endalokum rannsóknar SKE. Greiðslurnar námu tæpum tíu milljónum árið 2013, fjórtán milljónum 2014, 24 milljónum bæði árið 2015 og 2016 og loks rúmum átján milljónum í fyrra.Andri Árnason, lögmaður Íslandspósts. Fréttablaðið/GVAVinna Andra fyrir Póstinn hefur ekki aðeins takmarkast við meðferð mála hjá SKE heldur hefur hann einnig komið að málum sem eru til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun, úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála og að endingu málum ÍSP fyrir almennum dómstólum. Þá vann Andri einnig umsögn Póstsins við frumvarp til nýrra póstþjónustulaga sem er til meðferðar fyrir þingi og andmæli ÍSP í málum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fyrir jól fór ÍSP fram á það við ríkið að fá heimild til að taka allt að 1,5 milljarða neyðarlán til að mæta bráðum lausafjárvanda. Nú þegar hefur fyrirtækið fengið 500 milljónir króna að láni. Lánið hyggst ÍSP endurgreiða með afturvirku 2,6 milljarða króna framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu þó allt bendi til að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til úthlutunar úr sjóðnum. Þá skuldar fyrirtækið nú þegar Landsbanka Íslands, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, ríflega milljarð króna. Samhliða versnandi fjárhagsstöðu hafa laun stjórnarmanna og forstjóra Íslandspósts tekið nokkrum hækkunum en frá árinu 2014 og til ársins 2017 hafa laun forstjórans hækkað alls um rúm fimmtíu prósent. Laun stjórnarmanna hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014 til ársins 2018.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira