Telur ögurstundu renna upp í kjaraviðræðum í næstu viku Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. febrúar 2019 08:30 Halldór Benjamín Þorbergsson og Vilhjálmur Birgisson heilsast á fundi hjá ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
„Það hefur verið vitað allan tímann að stjórnvöld eru ákveðinn lykill að þessu máli. Við erum ekki að fara að semja um launahækkanir ef þær brenna svo bara upp annars staðar, hvort sem það er í skattkerfinu eða á húsnæðismarkaðnum. Hver sú niðurstaða verður á eftir að koma í ljós,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum. Hún segir ýmislegt undir í samtali aðila vinnumarkaðarins við stjórnvöld. „Það er verið að reyna að púsla saman myndinni á mörgum vígstöðvum en ég er ekki búin að sjá neinar tillögur frá stjórnvöldum í skattamálunum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), telur skilaboð stjórnvalda skýr. „Mér finnst stjórnvöld hafa gefið mjög skýrt til kynna að forsenda fyrir aðkomu þeirra sé sú að kjarasamningar séu á lokametrunum og að þeir séu skynsamlegir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það ljóst að krafa sé gerð um að menn hafi í byrjun næstu viku einhverja vitneskju um hvað stjórnvöld ætli að gera. Fundað verður í deilu SA og fjögurra stéttarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag . „Það var talað um að Samtök atvinnulífsins myndu koma með eitthvað varðandi launaliðinn þannig að við verðum bara að sjá hvernig þeir bregðast við þar. Ég held það liggi alveg fyrir að langlundargeð stéttarfélaganna sé nú að verða að þrotum komið og hef trú á því að ögurstund muni renna upp í næstu viku,“ segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín var ekki tilbúinn til að greina frá því hvað SA ætli að koma með að borðinu. „Við sjáum hverju fram vindur á fundinum. Það er samt mikilvægt að það verði leitt til lykta hvernig við sjáum þessar kjaraviðræður þróast áfram.“ Efling kynnti í gær niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna sinna. Tæp 80 prósent þeirra telja kröfugerð félagsins sanngjarna og sama hlutfall er hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á um þær kröfur. Þá sögðust 63 prósent félagsmanna hafa miklar eða mjög miklar fjárhagsáhyggjur. Vilhjálmur segir þessar niðurstöður segja meira en mörg orð um stöðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að verkalýðshreyfingin er tilbúin að láta kné fylgja kviði í því að skapa þessu fólki áhyggjulausara umhverfi en það þarf að búa við í dag. Það þurfa allir, atvinnurekendur, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin, að vera með í þessari vegferð. Ef menn gera það ekki er alveg ljóst í hvað stefnir. Þetta er engin hótun, þetta er staðreynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira