Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 10:36 Fréttamenn í þinghúsinu þyrsti í fréttir af viðræðunum frá Richard Shelby, formanni fjárlaganefndar öldungadeildarinnar. Vísir/EPA Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent