Rafrettublús Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun