Hvert er planið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað?
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun