Hvert er planið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú er orðið ljóst að tilraunir Theresu May til að ná fram meirihluta í breska þinginu fyrir þeim samningi sem hún gerði við Evrópusambandið eru fullreyndar. Eftir örfáar vikur mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu án samnings nema að viðbótarfrestur verði veittur til frekari viðræðna. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á fyrrverandi stórveldið Bretland í þessum aðstæðum. Líkt og stefnulaust rekald í boði popúlista til hægri og vinstri. En að öllu óbreyttu blasir við svokallað „hart Brexit“. Við í Viðreisn höfum þráspurt forsætisráðherra og utanríkisráðherra hvaða ráðstafanir íslenska ríkisstjórnin hafi gert við þessar aðstæður og hvort þingið gæti verið upplýst um þær ráðstafanir. Svörin hafa verið dræm og þau fáu svör sem hafa borist eru máttlaus. Enginn metnaður um að halda sömu réttindum að lágmarki og EES-samningurinn veitir landsmönnum um frjálsa för fólks, hvort sem um námsmenn er að ræða eða þau sem í atvinnulífinu starfa. Bara metnaður til lágmarkstryggingar réttinda, líkt og kynnt hefur verið. Ekkert meira. Samt var utanríkisráðherra búinn að gefa fyrirheit um betri stöðu eftir Brexit. Þetta sýnir svart á hvítu að krafan um að samningsmarkmiðin verði kynnt er orðin brýn.Útganga án samnings Verði hörð útganga Breta úr ESB að veruleika eftir tæpa 50 daga þarf hvert skref sem við Íslendingar tökum að liggja skýrt fyrir. Það er ekki svo. Þó er sýnu verra að fá svör hafa borist um hvernig við ætlum að verja hagsmuni okkar á mikilvægum sviðum eins og í sjávarútvegi. Hvernig við tryggjum að íslenskar sjávarafurðir geti óhindrað farið frá umskipunarhöfnum Breta yfir til Evrópu án aukins tilkostnaðar og hugsanlegs tjóns fyrir íslenskan sjávarútveg og atvinnulíf. Að sama skapi er afar brýnt að tryggja óheftan aðgang íslenskra borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og að stunda þar nám. Galgopalegar yfirlýsingar menntamálaráðherra um nám í Bretlandi hefðu mátt litast af meiri varkárni, raunsæi og hagsmunagæslu fyrir hönd námsmanna. Það þarf reyndar ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val. Vissulega hefur hún ekki sagt berum orðum að hún ætli að fylgja Bretum en í umræðunni endurvarpar hún í síbylju frösum þeirra sem standa lengst til hægri í breska Íhaldsflokknum og breska Sjálfstæðisflokknum. Líkt og tilteknir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji sýna að þeir séu meiri Brexitsinnar en Brexitsinnarnir sjálfir.Tal, hjal og heimabrúk Tækifærin umtöluðu sem utanríkisráðherra sá í Brexit fyrir Íslands hönd hafa ekki komið á daginn enda allt slíkt tal til heimabrúks fyrir hverfafélög og harðlínumenn. Þessi leikjafræði kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hverjir eiga hér í hlut. Einnig að í evrópsku samhengi velur Sjálfstæðisflokkurinn frekar að starfa með breska íhaldsflokknum en systurflokkum á Norðurlöndum. En að móta með þessum hætti utanríkisstefnu Íslands er sýnu alvarlegra þegar horft er til þróunar og ástands alþjóðamála. Hvert plan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er er enn allt á huldu. Hún ætlar hins vegar að vona hið besta, að þetta reddist á endanum. Hefur það einhvern tímann klikkað?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun