Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 22:46 Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi. Kanada Líbía Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi.
Kanada Líbía Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira