Sport

Vonn fékk brons í lokakeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vonn hæstánægð eftir keppni í gær.
Vonn hæstánægð eftir keppni í gær. vísir/getty
Skíðadrottningin Lindsey Vonn lauk glæstum ferli sínum í gær og gerði sér lítið fyrir og vann bronsverðlaun í lokaferðinni sinni.

Vonn tók þá þátt í brunkeppni í heimsmeistaramótinu og varð þriðja. Hún hefur því unnið til verðlauna á sex heimsmeistaramótum og er eina konan sem hefur náð þeim árangri.

„Þetta var svo skemmtilegt og ég hef aldrei verið eins stressuð áður fyrir keppni,“ sagði skælbrosandi Vonn eftir keppnina.

„Ég vildi koma í mark og heyra í síðasta skiptið að ég væri í efsta sæti. Ég vildi líka forðast það að detta. Mín versta martröð var að detta í lokakeppninni.“

Vonn er sigursælasta skíðakona allra tíma og vann 82 mót á sínum ferli. Hún hefur ekki lengur líkamlega burði til þess að keppa og er því hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×