Opið bréf til útvarpsstjóra RÚV: Vegið að siðferði í söngvakeppni Ívar Halldórsson skrifar 11. febrúar 2019 12:00 Virðulegi útvarpsstjóri, sem íslenskur borgari, skattgreiðandi, tónlistarmaður og friðelskandi þjóðfélagsþegn get ég ekki orða bundist þegar ég sé þróun mála í forkeppni okkar fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hljómsveitin „Hatari“ hefur nú rutt sér til rúms og komist í úrslit, en ljóst er að þeir hafa ekki gott í hyggju ef þeir sigra úrslitakeppnina hér heima.Söngvakeppnin lítilsvirt Sjálfir hafa þeir lítilsvirt þessa frábæru söngvakeppni opinberlega og um leið RÚV með því að segja keppnina fáránlega. Orðrétt segja þeir í viðtali við Stundina: „Við erum í grunninn forréttindastrákar sem velja sér það hlutskipti að stíga fram sem hirðfífl í fáránlegri söngvakeppni.“ Þá er markmið þeirra að vera með pólitíska ádeilu á hendur gestgjafa keppninnar í ár. Markmið þeirra er greinilega ekki að sigra söngvakeppni fyrir okkar hönd með góðri lagasmíði. Öllu heldur er markmiðið að misnota aðstöðu sína sem keppendur og vera pólitísk málpípa þjóðarinnar og draga okkur sem aðhyllumst ekki aðferðafræði þeirra nauðug viljug í svaðið með þeim. Þetta hryggir mig og særir meira en orð fá lýst. Því vil ég biðla til velvildar þinnar og virðingu gagnvart okkur sem viljum njóta góðrar tónlistarskemmtunar án þess að draga pólitík inn í þessa miklu gleðistund. Í gegnum tíðina höfum við séð þjóðir vera í pólitísku reiptogi undir fána ESC, en það hefur mér og ótalmörgum Íslendingum fundist sorglegt. Það varpar óþægilegum skugga á skemmtunina.Opinber yfirlýsing án samþykkis Kæri útvarpsstjóri, þú gætir verið í þeirri stöðu innan skamms að þurfa að gera upp við þig hvort að þú viljir draga okkur áhorfendurna inn í opinbera pólitíska deilu undir fána söngvakeppninnar, en það mun óhjákvæmilega draga neikvæðan dilk á eftir sér inn í alþjóðasamfélagið. Ég hef sjálfur tekið þátt í forkeppni þessarar keppni og hef alltaf horft á hana í faðmi fjölskyldunnar. En þetta er þó í fyrsta skipti sem ég finn fyrir kvíða og vanlíðan þegar ég hugsa um komandi keppni og hvað við gætum verið að koma okkur út í sem þjóð. Að senda hljómsveitina „Hatari“ út væri að senda opinbera yfirlýsingu um afstöðu heillar þjóðar til umdeilds ástands fyrir botni Miðjarðarhafs án samþykkis hennar – en skiptar eru skoðanir á þessu flókna máli. Efast ég um að símakosning keppninnar sé gild þjóðaratkvæðagreiðsla í pólitískum málum sem hafa áhrif á landsmenn alla. Mér fyndist verulega brotið á mér ef tekin væri slík opinber afstaða í mína óþökk. Siðferðisreglur keppninnar skýrar Í siðferðisreglum keppninnar 10.2. er tekið skýrt fram að þátttakendur þurfi að „heita því að halda trúnað og hafa ekki í frammi ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda eða annarra þátttakenda eða komið óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða ESC. Textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólitískum eða svipuðum toga eru ekki leyfilegar í Söngvakeppninni eða ESC 18. Það sama á við um gróf blótsyrði eða annað óviðeigandi orðbragð í lagatextum. Einnig er óheimill allur áróður eða annað í þeim dúr í lagatextum eða sviðsetningu laga í Söngvakeppninni eða í ESC 18. Brot á þessari reglu getur leitt til brottvísunar úr keppni.“Viljum ekki óþarfa fjölmiðlahneyksli Meðlimir hljómsveitarinnar hafa opinberlega gefið sterklega í skyn að þeir muni ekki fylgja þessum reglum og hafa sagst alveg eins fagna því að vera reknir úr keppni á kostnað þess að koma pólitískum skoðunum sínum til skila. Tel ég brýnna en nokkru sinni fyrr að farið sé eftir siðferðisreglum sem settar hafa verið til þess að forða okkur frá óþarfa fjölmiðlahneyksli. Af gefinni reynslu okkar vitum við að fjölmargir erlendir ferðamenn myndu fyrirlíta slíkt útspil og margir eflaust sniðganga áfangastaðinn Ísland í ferðalögum sínum. Það gæti verið mikið undir og spurningin hvort það sé virkilega þess virði að ófrægja þessa stóru fjölskylduhátíð sem keppnin er orðin til að þóknast boðberum haturs í pólitískum vígahug. Særum ekki siðferðiskennd Opinberlega fordæmir íslenska þjóðin hatur, lítilsvirðingu og illsku gagnvart manneskjum. Þess vegna megum við ekki freistast í einhverju offorsi til að ögra öðrum með slíkum vafasömum vopnum. Það væri auðvitað ekkert annað en hræsni. Við þurfum að gæta góðs siðferðis sem þjóð og hafa kærleika og virðingu að leiðarljósi í samskiptum okkar við aðrar manneskjur og þjóðir – og gæta þess auðvitað að særa ekki siðferðiskennd friðelskandi Íslendinga hér heima. Hugsunin ein um að þetta lag gæti hugsanlega verið flutt á alþjóðlegu sviði keppninnar særir nú þegar fyrirfram mína blygðunarkennd sem og annarra í fjölskyldu minni. Með því væri RÚV búið að taka risavaxið skref í áttina að því að vera alls ekki RÚV allra landsmanna. Niðurlag Ég skrifa þessi orð í einlægni, og í þeirri trú að við getum verið sammála um að aðgát þurfi að hafa í nærveru sálar þegar fjölskyldur safnast saman til að njóta söngvakeppni sem á gefa okkur pásu frá harðri og flókinni pólitík. Tónlistin á að sameina okkur, en ekki sundra. Persónulega vil ég ekki vera bendlaður við ósmekkleg og vanhugsuð axarsköft sem varpa rangri mynd af mér og öðrum friðelskandi Íslendingum út í alþjóðasamfélagið. Til að vera trúr minni eigin siðferðiskennd, mun ég slökkva á sjónvarpstækinu og skammast mín upp fyrir haus ef „Hatarar“ fá leyfi RÚV til að ganga á svið í nafni íslensku þjóðarinnar með hatursfullan boðskap sinn; boðskap sem gerir auðvitað lítið annað en að kynda undir fyrirlitningu, siðleysi og kynþáttahatur. En auðvitað hlýst ekkert jákvætt eða gott af slíku ósiðlegu hátterni. Við getum ekki annað en tapað á þessu - á öllum vígstöðvum. Já, það yrði löng þögn á mínu heimili þessar þrjár mínútur sem hatrið fengi að traðka á friði og kærleika í evrópskum fjölmiðlunum. Vona ég þó ágæti útvarpsstjóri að ekki komi til þess því ég hlakka svo sannarlega til þessarar dásamlegu dagskrárgerðar og frábæru fjölskyldustundar á hverju ári. Máltækið segir: „Það er ekkert lyf til lækningar á hatri“. Því má hatrið aldrei sigra. Virðingarfyllst, Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ívar Halldórsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Virðulegi útvarpsstjóri, sem íslenskur borgari, skattgreiðandi, tónlistarmaður og friðelskandi þjóðfélagsþegn get ég ekki orða bundist þegar ég sé þróun mála í forkeppni okkar fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hljómsveitin „Hatari“ hefur nú rutt sér til rúms og komist í úrslit, en ljóst er að þeir hafa ekki gott í hyggju ef þeir sigra úrslitakeppnina hér heima.Söngvakeppnin lítilsvirt Sjálfir hafa þeir lítilsvirt þessa frábæru söngvakeppni opinberlega og um leið RÚV með því að segja keppnina fáránlega. Orðrétt segja þeir í viðtali við Stundina: „Við erum í grunninn forréttindastrákar sem velja sér það hlutskipti að stíga fram sem hirðfífl í fáránlegri söngvakeppni.“ Þá er markmið þeirra að vera með pólitíska ádeilu á hendur gestgjafa keppninnar í ár. Markmið þeirra er greinilega ekki að sigra söngvakeppni fyrir okkar hönd með góðri lagasmíði. Öllu heldur er markmiðið að misnota aðstöðu sína sem keppendur og vera pólitísk málpípa þjóðarinnar og draga okkur sem aðhyllumst ekki aðferðafræði þeirra nauðug viljug í svaðið með þeim. Þetta hryggir mig og særir meira en orð fá lýst. Því vil ég biðla til velvildar þinnar og virðingu gagnvart okkur sem viljum njóta góðrar tónlistarskemmtunar án þess að draga pólitík inn í þessa miklu gleðistund. Í gegnum tíðina höfum við séð þjóðir vera í pólitísku reiptogi undir fána ESC, en það hefur mér og ótalmörgum Íslendingum fundist sorglegt. Það varpar óþægilegum skugga á skemmtunina.Opinber yfirlýsing án samþykkis Kæri útvarpsstjóri, þú gætir verið í þeirri stöðu innan skamms að þurfa að gera upp við þig hvort að þú viljir draga okkur áhorfendurna inn í opinbera pólitíska deilu undir fána söngvakeppninnar, en það mun óhjákvæmilega draga neikvæðan dilk á eftir sér inn í alþjóðasamfélagið. Ég hef sjálfur tekið þátt í forkeppni þessarar keppni og hef alltaf horft á hana í faðmi fjölskyldunnar. En þetta er þó í fyrsta skipti sem ég finn fyrir kvíða og vanlíðan þegar ég hugsa um komandi keppni og hvað við gætum verið að koma okkur út í sem þjóð. Að senda hljómsveitina „Hatari“ út væri að senda opinbera yfirlýsingu um afstöðu heillar þjóðar til umdeilds ástands fyrir botni Miðjarðarhafs án samþykkis hennar – en skiptar eru skoðanir á þessu flókna máli. Efast ég um að símakosning keppninnar sé gild þjóðaratkvæðagreiðsla í pólitískum málum sem hafa áhrif á landsmenn alla. Mér fyndist verulega brotið á mér ef tekin væri slík opinber afstaða í mína óþökk. Siðferðisreglur keppninnar skýrar Í siðferðisreglum keppninnar 10.2. er tekið skýrt fram að þátttakendur þurfi að „heita því að halda trúnað og hafa ekki í frammi ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda eða annarra þátttakenda eða komið óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða ESC. Textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólitískum eða svipuðum toga eru ekki leyfilegar í Söngvakeppninni eða ESC 18. Það sama á við um gróf blótsyrði eða annað óviðeigandi orðbragð í lagatextum. Einnig er óheimill allur áróður eða annað í þeim dúr í lagatextum eða sviðsetningu laga í Söngvakeppninni eða í ESC 18. Brot á þessari reglu getur leitt til brottvísunar úr keppni.“Viljum ekki óþarfa fjölmiðlahneyksli Meðlimir hljómsveitarinnar hafa opinberlega gefið sterklega í skyn að þeir muni ekki fylgja þessum reglum og hafa sagst alveg eins fagna því að vera reknir úr keppni á kostnað þess að koma pólitískum skoðunum sínum til skila. Tel ég brýnna en nokkru sinni fyrr að farið sé eftir siðferðisreglum sem settar hafa verið til þess að forða okkur frá óþarfa fjölmiðlahneyksli. Af gefinni reynslu okkar vitum við að fjölmargir erlendir ferðamenn myndu fyrirlíta slíkt útspil og margir eflaust sniðganga áfangastaðinn Ísland í ferðalögum sínum. Það gæti verið mikið undir og spurningin hvort það sé virkilega þess virði að ófrægja þessa stóru fjölskylduhátíð sem keppnin er orðin til að þóknast boðberum haturs í pólitískum vígahug. Særum ekki siðferðiskennd Opinberlega fordæmir íslenska þjóðin hatur, lítilsvirðingu og illsku gagnvart manneskjum. Þess vegna megum við ekki freistast í einhverju offorsi til að ögra öðrum með slíkum vafasömum vopnum. Það væri auðvitað ekkert annað en hræsni. Við þurfum að gæta góðs siðferðis sem þjóð og hafa kærleika og virðingu að leiðarljósi í samskiptum okkar við aðrar manneskjur og þjóðir – og gæta þess auðvitað að særa ekki siðferðiskennd friðelskandi Íslendinga hér heima. Hugsunin ein um að þetta lag gæti hugsanlega verið flutt á alþjóðlegu sviði keppninnar særir nú þegar fyrirfram mína blygðunarkennd sem og annarra í fjölskyldu minni. Með því væri RÚV búið að taka risavaxið skref í áttina að því að vera alls ekki RÚV allra landsmanna. Niðurlag Ég skrifa þessi orð í einlægni, og í þeirri trú að við getum verið sammála um að aðgát þurfi að hafa í nærveru sálar þegar fjölskyldur safnast saman til að njóta söngvakeppni sem á gefa okkur pásu frá harðri og flókinni pólitík. Tónlistin á að sameina okkur, en ekki sundra. Persónulega vil ég ekki vera bendlaður við ósmekkleg og vanhugsuð axarsköft sem varpa rangri mynd af mér og öðrum friðelskandi Íslendingum út í alþjóðasamfélagið. Til að vera trúr minni eigin siðferðiskennd, mun ég slökkva á sjónvarpstækinu og skammast mín upp fyrir haus ef „Hatarar“ fá leyfi RÚV til að ganga á svið í nafni íslensku þjóðarinnar með hatursfullan boðskap sinn; boðskap sem gerir auðvitað lítið annað en að kynda undir fyrirlitningu, siðleysi og kynþáttahatur. En auðvitað hlýst ekkert jákvætt eða gott af slíku ósiðlegu hátterni. Við getum ekki annað en tapað á þessu - á öllum vígstöðvum. Já, það yrði löng þögn á mínu heimili þessar þrjár mínútur sem hatrið fengi að traðka á friði og kærleika í evrópskum fjölmiðlunum. Vona ég þó ágæti útvarpsstjóri að ekki komi til þess því ég hlakka svo sannarlega til þessarar dásamlegu dagskrárgerðar og frábæru fjölskyldustundar á hverju ári. Máltækið segir: „Það er ekkert lyf til lækningar á hatri“. Því má hatrið aldrei sigra. Virðingarfyllst, Ívar Halldórsson
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun