Laumað í blaðatætarann Egill Þór Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar.
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar