Laumað í blaðatætarann Egill Þór Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun