Vonandi ekki skúffuskýrsla í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 12:45 Haraldur í ræðustóli á íbúafundinum á Selfossi en hann vann stjórnsýsluúttektina fyrir Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur. Árborg Sv.félög Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur.
Árborg Sv.félög Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira