Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins tvöfaldast á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:30 Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2 Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2
Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16