Innlent

Katrín á topp tuttugu með Angelinu Jolie og Malölu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir er annar kvenforsætisráðherra landsins.
Katrín Jakobsdóttir er annar kvenforsætisráðherra landsins. Fréttablaðið/stefán
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er á lista CEO Magazine í Ástralíu yfir tuttugu valdamestu konur heims. Listinn er gefinn út í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna annan föstudag þann 8. mars.

Angelina Jolie prýðir forsíðu blaðsins en á meðal annarra á listanum má nefna leikkonurnar Emmu Watson og Cate Blanchett, viðskiptakonuna Melindu Gates, mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney og baráttukonuna Malölu Uousafzai.

Í umsögn um Katrínu segir að hún sé yngsti kvenleiðtogi í Evrópu og hafi sterka pólitíska sýn á kvenréttindum.

Umfjöllun CEO Magazine.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×