Brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:58 Skýrslan fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016. vísir/vilhelm Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér. Félagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér.
Félagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira