Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 20:07 Vodafone er meðal annars í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28
Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30