Íslenski boltinn

Kópavogsvöllur klár um miðjan maí en Víkin mánuði síðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Framkvæmdir við nýja gervigrasvelli hjá Víkingi og Breiðabliki ganga vel. Völlurinn hjá Blikum á að vera klár í byrjun maí en hjá Víkingum mánuði síðar.

Strax eftir síðasta tímabil hófust framkvæmdir við Kópavogsvöll og Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Blika, vonast eftir að skilin verði á réttum tíma.

Eysteinn vonast eftir að völlurinn verði klár er Breiðablik fær einmitt Víking í heimsókn þann ellefta maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Breiðablik byrjar Pepsi Max-deildina á tveimur útileikjum.

Völlurinn í Víkinni verður væntanlega tilbúinn örlítið síðar eða um miðjan júnímánuð en framkvæmdir þar hófust í febrúar. Benedikt Sveinsson, verkefnastjóri, segir verkefnið ganga vel enda veðrið verið hagstætt.

Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×