Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 16:46 Klettaskóli er í Suðurhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira