Lögreglan réðst inn á hótel liða á HM í skíðagöngu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 13:45 Max Hauke er einn hinna handteknu. Getty/Ian MacNicol Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019 Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Þýskir, austurrískir og norskir fjölmiðlar eru meðal þeirra sem segja frá víðtækri aðgerð austurrísku lögreglunnar á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem stendur nú yfir í Seefeld í Austurríki. Málið tengist ólöglegri lyfjanotkun og íþróttalækni sem hefur aðstöðu í Erfurt í Þýskalandi.ARD: Doping-razzia i VM-byen Seefeld https://t.co/x4O8j7Tvnx — NRK Sport (@NRK_Sport) February 27, 2019Húsleit var líka gerð á stofu hans á sama tíma sem og á fleiri stöðum í Þýskalandi. Umræddur læknir hefur áður verið fundinn sekur um að aðstoða við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks. Mesta athygli vakti þó heimsókn lögreglunnar á hótel nokkurra liða sem eru að keppa á HM í Skíðagöngu. Hajo Seppelt, virtur blaðamaður sem vinnur hjá ARD sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi og hefur skrifað mikið um lyfjamál, sagði frá rassíunni á Twitter-síðu sinni.BREAKING NEWS. ARD-Dopingredaktion: Doping-Razzia in Seefeld des österreichischen Bundeskriminalamts. Verdacht auf Doping am Rande der Nordischen WM. Zeitgleich polizeiche Maßnahmen an verschiedenen Orten. Womöglich auch Beteiligung von Personen aus Deutschland — Hajo Seppelt (@hajoseppelt) February 27, 2019Hajo Seppelt hefur heimildir fyrir því að þetta mál tengist austurríska íþróttamanninum Johannes Dürr og heimildarmynd ARD um ólöglega lyfjanotkun hans sem hét „Die Gier nach Gold“ eða "Græðgin við að ná í gullið“. Hún var frumsýnd í síðasta mánuði. Lögreglan réðst inn á hótel liða sem keppa á HM í skíðagöngu og handtók alls níu manns. Fimm af þeim voru keppendur á heimsmeistaramótinu. Austurríska blaðið Kronen Zeitung segir frá því að tveir af handteknu séu austurrísku skíðagöngumennirnir Dominik Baldauf og Max Hauke en Hauke átti að keppa í 15 kílómetra göngu í dag. Alls hafa verið sextán húsleitir í tengslum við þetta skipulagða lyfjamisferli sem var gert út frá Erfurt. Keppendurnir fimm eru sagðir koma frá Austurríki (2), Kasakstan og Eistlandi (2). Áhlaup austurrísku lögreglunnar var vel skipulagt og fór fram á sama tíma á öllum stöðum.Nach Informationen des #MDR & der #ARD-Dopingredaktion laufen im österreichischen #Seefeld und in Deutschland Polizeieinsätze gegen das organisierte #Doping. Auch in #Erfurt wurde eine Arztpraxis durchsucht. Mehr dazu von @mdr_thhttps://t.co/2CLbkM3r44 — Sport im Osten (@SportimOsten) February 27, 2019
Aðrar íþróttir Austurríki Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira