Innlent

Leita á tæplega níu kílómetra löngu svæði

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarsveitarmenn munu ganga með fram bökkum Ölfusár að Arnarbæli í dag.
Björgunarsveitarmenn munu ganga með fram bökkum Ölfusár að Arnarbæli í dag. Map.is
Leit stendur yfir að Páli Mar Guðjónssyni sem var einn í bíl sem fór í Ölfusá um klukkan tíu síðastliðið mánudagskvöld. Lögreglan á Suðurlandi segir björgunarsveitarmenn ætla að ganga meðfram bökkum Ölfusár í dag og niður að Arnarbæli, en um er að ræða tæplega níu kílómetra langa leið. Bíllinn fór út í ána við kirkjuna á Selfossi.

Þetta er sama leitarsvæði og björgunarmenn gengu í gær en munurinn á leitinni í dag er sá að þeir munu aðeins ganga þessa leið einu sinni en í gær var hún farin í tvígang.

Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá.vísir/jói k.
Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort bátar verði settir út í Ölfusá í dag. Þá verður einnig skoðað hvort drónar verði notaðir til að leita á svæðum sem eru illfær en björgunarmennirnir sem ganga með fram bökkum Ölfusár eru í blautbúningum og vestum. 

Á morgun og fimmtudag verða ekki skipulagðar göngur með fram bökkum Ölfusár en þekktir staðir verða kannaðir. Um komandi helgi verður hins vegar settur fullur þungi í leitina þar sem svæðið verður fínkembt á ný. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×