Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira