May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 13:49 May gaf þinginu skýrslu um gang útgönguferilsins í dag. Vísir/EPA Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09