Komin aftur á HM þremur árum eftir að hafa hálsbrotnað í keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 15:30 Victoria Williamson. Getty/Alex Livesey Endurkoma bresku hjólreiðakonunnar Victoria Williamson í hóp þeirra bestu í heimi hefur vakið mikla athygli enda var óttast að hún gæti ekki gengið aftur eftir hryllilegt slys í hjólareiðakeppni árið 2016. Nú þremur árum síðar er Victoria meðal keppenda á HM í hjólreiðum sem fer fram í Pruszkow í Póllandi BBC fjallar um þessa ótrúlegu endurkomu Victoriu en í slysinu í Rotterdam 2016 þá hálsbrotnaði hún, hyggbrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut mjög ljót opin sár. Victoria Williamson féll illa eftir slæman árekstur við heimastúlkuna Elis Ligtlee og afleiðingarnar voru hræðilegar.Three years ago, there were fears British cyclist Victoria Williamson may never walk again. Now, she's set for a return at the Track Cycling World Championships. Incredible. ➡ https://t.co/TKHlQVfn0vpic.twitter.com/9uii0vD7HD — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019Eitt opna sárið á baki hennar var það slæmt að það sást í mænu hennar og hún fór úr mörgum liðum auk þessa að brotna á hálsi, baki og mjaðmagrind. „Ef þú skoðar læknayfirlitið yfir meiðslin mín þá ætti ég ekki að vera hérna í dag,“ sagði Victoria Williamson við BBC Sport. „Ég er stollt af sjálfri mér en meira samt þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég fékk og hjálpaði mér að koma aftur til baka,“ sagði Victoria. Læknar höfðu miklar áhyggjur af því að Victoria Williamson myndi lamast eftir slysið. Hún missti hvað eftir annað meðvitund og þurfti að taka inn Fentanyl sem er hundrað sinnum sterkara en morfín. Victoria komst aftur á fætur og með mikilli hörku og eftir mjög erfiða endurhæfingu þá er hún komin aftur á fulla ferð á hjólinu sínu. Hér fyrir neðan má sjá myndband með frétt BBC um þessa mögnuðu hjólreiðakonu."If you look at my hospital discharge sheet I shouldn't even be here." An incredible story. pic.twitter.com/2xGtipwepj — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019 Aðrar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Endurkoma bresku hjólreiðakonunnar Victoria Williamson í hóp þeirra bestu í heimi hefur vakið mikla athygli enda var óttast að hún gæti ekki gengið aftur eftir hryllilegt slys í hjólareiðakeppni árið 2016. Nú þremur árum síðar er Victoria meðal keppenda á HM í hjólreiðum sem fer fram í Pruszkow í Póllandi BBC fjallar um þessa ótrúlegu endurkomu Victoriu en í slysinu í Rotterdam 2016 þá hálsbrotnaði hún, hyggbrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og hlaut mjög ljót opin sár. Victoria Williamson féll illa eftir slæman árekstur við heimastúlkuna Elis Ligtlee og afleiðingarnar voru hræðilegar.Three years ago, there were fears British cyclist Victoria Williamson may never walk again. Now, she's set for a return at the Track Cycling World Championships. Incredible. ➡ https://t.co/TKHlQVfn0vpic.twitter.com/9uii0vD7HD — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019Eitt opna sárið á baki hennar var það slæmt að það sást í mænu hennar og hún fór úr mörgum liðum auk þessa að brotna á hálsi, baki og mjaðmagrind. „Ef þú skoðar læknayfirlitið yfir meiðslin mín þá ætti ég ekki að vera hérna í dag,“ sagði Victoria Williamson við BBC Sport. „Ég er stollt af sjálfri mér en meira samt þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég fékk og hjálpaði mér að koma aftur til baka,“ sagði Victoria. Læknar höfðu miklar áhyggjur af því að Victoria Williamson myndi lamast eftir slysið. Hún missti hvað eftir annað meðvitund og þurfti að taka inn Fentanyl sem er hundrað sinnum sterkara en morfín. Victoria komst aftur á fætur og með mikilli hörku og eftir mjög erfiða endurhæfingu þá er hún komin aftur á fulla ferð á hjólinu sínu. Hér fyrir neðan má sjá myndband með frétt BBC um þessa mögnuðu hjólreiðakonu."If you look at my hospital discharge sheet I shouldn't even be here." An incredible story. pic.twitter.com/2xGtipwepj — BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2019
Aðrar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira