„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 19:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15