Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. febrúar 2019 14:18 Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land. veðurstofa íslands Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn. Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn.
Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent