Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Ummæli dómsmálaráðherra fóru öfugt ofan í ÖBÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Íslenska ríkið virðist feimið við að skuldbinda sig til að tryggja fötluðum jafnan rétt á við aðra að mati lögmanns hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Nauðsynlegt sé að taka sig á til að tryggja eitt samfélag fyrir alla. Í september 2016 samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um heimild handa ríkisstjórninni til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði þingið enn fremur um skyldu til að fullgilda valkvæðan viðauka við samninginn fyrir árslok 2017. Viðaukinn felur í sér leið fyrir einstaklinga til að kvarta til nefndar SÞ um réttindi fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Einnig getur nefndin rannsakað alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum samþykki ríkið það. Í fyrirspurnatíma á þingi síðastliðinn mánudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hví ekki væri búið að fullgilda bókunina líkt og þingsályktunin kveður á um. Til andsvara var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra en hún var meðal þingmanna sem samþykktu ályktunina árið 2016. Í svari sínu sagði ráðherrann að þingsályktunartillögur fái aðra meðferð en lagafrumvörp á þingi og að ekki væri búið að kostnaðarmeta hana.„Fyrir nokkrum árum ályktaði Alþingi að valkvæði viðaukinn skyldi einnig fullgiltur en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi samningur er ekki bara tilgangslaus heldur segir í þingsályktuninni að hann feli ekki í sér ný réttindi til fatlaðs fólks heldur feli í sér að erlend eftirlitsnefnd hagsmunaaðila muni skera úr um stöðu þeirra sem skjóta máli sínu til nefndarinnar,“ sagði ráðherrann í pontu þingsins. Þá sagði hún að ekki væru gerðar miklar hæfniskröfur til setu í nefndinni og að úrlausnir hennar uppfylltu ekki kröfur sem gera þarf til dómsúrlausna. Þá væru álit nefndarinnar ekki bindandi og því óhagstæðari en að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Rétt er þó að benda á að landslögum samkvæmt eru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. „Samningurinn felur ekki í sér nein sérréttindi fatlaðs fólks en á að tryggja að fatlað fólk njóti réttar síns til jafns við aðra. Viðaukinn felur í sér einstaklingsbundna samskiptaleið, þegar fólk telur að á sér hafi verið brotið. Þessi samskiptaleið hefur reynst fólki vel, til dæmis þurftu Svíar að taka í gegn alla sína byggingarlöggjöf í kjölfar fyrsta málsins sem fór fyrir nefndina. Orð ráðherra um að bókunin sé óþörf felur í raun í sér vanvirðingu við bókunina sjálfa. Það er ástæða fyrir því að hún er til,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá ÖBÍ. Ísland hafi yfirleitt tekið sér langan tíma í að verða aðilar að alþjóðasamningum og bókunum á þessu sviði og einhverrar feimni virðist gæta. „Sá sem hefur ekkert að fela er ekki feiminn við eftirlit. Alþjóðasamfélagið sér auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Sigurjón.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira