Bað um og fékk breytingar á reglugerð Sveinn Arnarsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Þremur mánuðum seinna skrifaði ráðherra undir breytingu á reglugerðinni þar sem felld var niður sú kvöð að Hvalur hf. þyrfti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst síðastliðnum að reglum um hvalskurð hafi aldrei verið fylgt. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.TölvupósturinnÍ henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba [sic] á þér vegna eftirfarandi.“ Svo hefst bréf forstjórans til ráðherra málaflokksins. Kristján Loftsson benti nafna sínum á í bréfinu að það þyrfti að laga reglugerðina að hans mati. „Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10 [sic] gr. reglugerðarinnar,“ stendur í bréfi forstjórans. Sú grein reglugerðarinnar innihélt meðal annars þá kvöð að fyrirtækið ætti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Sigurgeir Þorgeirsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, fékk einnig afrit af þessum pósti. Kristján Loftsson sendi með tölvupóstinum tillögur sínar um breytingar á reglugerðinni. „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu,“ segir í bréfinu. Þær breytingar sem gerðar voru ríma margar hverjar við breytingartillögur Kristjáns Loftssonar. Í síðustu viku samþykkti Kristján Þór að leyfa fyrirtækinu að veiða hvali í fimm ár til viðbótar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Þremur mánuðum seinna skrifaði ráðherra undir breytingu á reglugerðinni þar sem felld var niður sú kvöð að Hvalur hf. þyrfti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst síðastliðnum að reglum um hvalskurð hafi aldrei verið fylgt. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.TölvupósturinnÍ henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba [sic] á þér vegna eftirfarandi.“ Svo hefst bréf forstjórans til ráðherra málaflokksins. Kristján Loftsson benti nafna sínum á í bréfinu að það þyrfti að laga reglugerðina að hans mati. „Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10 [sic] gr. reglugerðarinnar,“ stendur í bréfi forstjórans. Sú grein reglugerðarinnar innihélt meðal annars þá kvöð að fyrirtækið ætti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Sigurgeir Þorgeirsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, fékk einnig afrit af þessum pósti. Kristján Loftsson sendi með tölvupóstinum tillögur sínar um breytingar á reglugerðinni. „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu,“ segir í bréfinu. Þær breytingar sem gerðar voru ríma margar hverjar við breytingartillögur Kristjáns Loftssonar. Í síðustu viku samþykkti Kristján Þór að leyfa fyrirtækinu að veiða hvali í fimm ár til viðbótar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30