Vinnufriður Eyþór Arnalds skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar