Kepa varð skúrkurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. febrúar 2019 09:00 Kepa Arrizabalaga vísir/getty Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir umspilið Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Sjá meira
Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir umspilið Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Sjá meira