Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. febrúar 2019 21:13 Frá vettvangi í kvöld eftir að aðgerðum lögreglum var hætt. Í forgrunni sést lögreglumótorhjól. vísir/Jói K. Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu 1919-hótel í Pósthússtræti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögregla kölluð til vegna manns sem sýndi ógnandi hegðun á hótelinu. Maðurinn hefur verið handtekinn. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í kvöld. Þá herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi komist út af hótelinu og hlaupið yfir á skemmtistaðinn Dubliner í Naustunum áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að fjölmennt lið lögreglu hefði verið að störfum í miðborginni í kvöld. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði í tilkynningu sem lögregla hyggst senda frá sér vegna málsins í kvöld.Uppfært klukkan 21:38: Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins klukkan 21:33.Upp úr kl.19:30 var lögregla kölluð til að fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur en þar hafði karlmaður verið með ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum nú þegar. Lögregla hóf leit í fyrirtækinu enda um mjög stórt húsnæði að ræða sem krafðist mikils mannafla frá lögreglu meðan mannsins var leitað innandyra. Maðurinn var síðan handtekinn í grennd við fyrirtækið nánar tiltekið á veitingastað ekki langt frá en hann reyndi að flýja undan lögreglu. Á manninum fundust munir sem hann hafði stolið úr viðkomandi fyrirtæki. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann vegna málsins sökum vímuástands. Engin vopn fundust á manninum.Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.Mannsins var leitað inni á hótelinu.Vísir/Jói K. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu 1919-hótel í Pósthússtræti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögregla kölluð til vegna manns sem sýndi ógnandi hegðun á hótelinu. Maðurinn hefur verið handtekinn. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í kvöld. Þá herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi komist út af hótelinu og hlaupið yfir á skemmtistaðinn Dubliner í Naustunum áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að fjölmennt lið lögreglu hefði verið að störfum í miðborginni í kvöld. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði í tilkynningu sem lögregla hyggst senda frá sér vegna málsins í kvöld.Uppfært klukkan 21:38: Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins klukkan 21:33.Upp úr kl.19:30 var lögregla kölluð til að fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur en þar hafði karlmaður verið með ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum nú þegar. Lögregla hóf leit í fyrirtækinu enda um mjög stórt húsnæði að ræða sem krafðist mikils mannafla frá lögreglu meðan mannsins var leitað innandyra. Maðurinn var síðan handtekinn í grennd við fyrirtækið nánar tiltekið á veitingastað ekki langt frá en hann reyndi að flýja undan lögreglu. Á manninum fundust munir sem hann hafði stolið úr viðkomandi fyrirtæki. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann vegna málsins sökum vímuástands. Engin vopn fundust á manninum.Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.Mannsins var leitað inni á hótelinu.Vísir/Jói K.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira