TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarsveitum Landsbjargar. Mennirnir höfðu meðferðis neyðarsendi sem hafði verið virkjaður en í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að mennirnir hafi verið kaldir og hraktir.
Um klukkustund eftir að þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli voru mennirnir komnir um borð í þyrluna sem flutti þá til Reykjavíkur.