Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2019 19:00 Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00