Þorsteinn var tölvufíkill starfandi í BT: „Jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 15:30 Þorsteinn á fjögur börn í dag og starfar sem menntaskólakennari. „Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein. Ísland í dag Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein.
Ísland í dag Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira