Það voru ekki nema 36 sekúndur liðnar af leiknum er Zion féll í gólfið og hélt um hnéð á sér. Hann snéri ekki aftur. Meiðslin eru þó ekki sögð alvarleg en hann verður þó frá í einhvern tíma og spurning hvort hann nái úrslitunum í næsta mánuði.
Zion’s Nike shoe rip in slo-mo pic.twitter.com/UYQuoDMxq5
— Darren Rovell (@darrenrovell) February 21, 2019
Williamson er aðalástæðan fyrir því að fólk greiddi sig inn á þennan leik en fastlega er búist við því að hann verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali NBA-deildarinnar.
Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, var á meðal þeirra sem mættu á leikinn og fann til með Zion. Hann sendi honum svo kveðju á Twitter.
Zion Williamson seems like an outstanding young man as well as an outstanding basketball player. Wishing him a speedy recovery.
— Barack Obama (@BarackObama) February 21, 2019
Hope young fella is ok! Literally blew thru his .
— LeBron James (@KingJames) February 21, 2019