Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni . Nordicphotos/AFP Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira