Sport

Það trúir því enginn að hún sé orðin 81 árs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ernestine er ánægð með vöðvana sína.
Ernestine er ánægð með vöðvana sína. Skjámynd/BBC
Ernestine er líklega í sérflokki þegar kemur að líkamlegu formi þeirra í heiminum sem eru komin á níræðisaldurinn.

Ernestine gengur um lyftingasalinn eins og hún eigi hvergi annars staðar heima og hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn í að rækta upp líkamann sinn á gamalsaldri.

Ernestine segir að enginn, sem þekkir hana ekki, trúir því hreinlega að hún sé búin að halda upp á 81 árs afmælið sitt.

Eitt af því ótrúleg við sögu Ernestine er að hún fór ekki að æfa fyrr en hún var 56 ára gömul. Það geta því margir tekið hana til fyrirmyndar og drifið sig af stað þótt þau sé komin yfir fimmtugt.

Ernestine hóf að æfa með Yohnnie, fyrrum herra alheim, þegar hún var 71 árs gömul. Síðan eru liðin tíu ár og hún gefur ekkert eftir í líkamsræktarsalnum.

Ernestine starfar sem líkamsræktarþjálfari en keppti líka áður jafnframt því í vaxtarrækt. Það gerir hún þó ekki lengur. Það breytir því ekki að hún lítur út fyrir að vera á leiðinni í næstu vaxtarræktarkeppni.

„Ég vil að allir sem ég þjálfa elski sjálfan sig og elski sinn líkama,“ segir Ernestine.

BBC fjallaði um Ernestine og smá sjá skemmtilegt myndband um sögu þessarar vaxtaræktarlangömmu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×