Helgur staður? Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Ólöf Skaftadóttir Skipulag Víkurgarður Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar