Vel stæðir eldri borgarar dóu í „hryllingshúsi“ á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 07:45 Húsið sem um ræðir í bænum Chiclana de la Frontera. EPA Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz. Spánn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz.
Spánn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira