Jákvæðar 15 milljónir dala Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 19:48 Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir/egill Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55