Samþykktu bann við því að vanvirða stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. vísir/Getty Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Sjá meira
Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Sjá meira