Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 16:43 Jónas Garðarsson fyrrverandi formaður SÍ og Heiðveig María. Ekki sést fyrir enda á deilum þeirra þrátt fyrir Félagsdóm og sáttatilboð stjórnar, sem Heiðveig María segir rýrt í roðinu. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00