Swedbank kærður vegna peningaþvættis Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 12:10 Swedbank er stærsti bankinn í Eystrasaltsríkjunum. Vísir/EPA Breski fjárfestirinn Bill Browder hefur kært sænska bankann Swedbank til saksóknara og fjármálaeftirlitsins í Svíþjóð vegna peningaþvættis. Nokkrir stærstu bankar Skandinavíu hafa nú verið sakaðir um að hafa hagnast á stórfelldu peningaþvætti fyrir vafasama aðila í Rússlandi og víðar. Í kærunni sakar Browder Swedbank, sem er stærsti banki Eystrasaltslandanna, um að hafa þvættað 176 milljónir dollara sem rússneskir embættismenn drógu að sér, að sögn Financial Times. Endurskoðandi Browder, Sergei Magnitskí, afhjúpaði spillingarmálið og var barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Féð er sagt hafa farið í gegnum útibú Danske bank og litháenska bankann Ukio áður en það fór í gegnum útibú Swedbank í Lettlandi, Litháen og Eistlandi en einnig Svíþjóð. Áður hefur Browder kært Danske bank og Nordea, tvo stærstu banka Norðurlandanna, fyrir peningaþvætti. Swedbank fullyrðir að starfsmenn bankans hafi tilkynnt yfirvöldum um alla grunsamlega fjármagnsflutninga. Birgitte Bonnesen, bankastjóri Swedbank, hefur þó viðurkennt að „hætta“ sé á að grunsamlegar greiðslur hafi farið óvart í gegnum bankann. Umfangsmestu ásakanirnar vegna peningaþvættis norrænna banka hafa fram að þessu beinst að Danske bank. Útibú danska bankans í Eistlandi er talið hafa verið notað til að þvætta jafnvirði hundruð milljarða íslenskra króna af illa fengnu fé frá 2007 til 2015. Ásakanir um að allt að 5,8 milljarðar dollara af vafasömu fé frá Danske bank hefðu farið í gegnum Swedbank voru settar fram í sænsku fréttaþætti í síðasta mánuði. Bankinn er nú þegar til rannsóknar vegna gruns um innherjasvik í tengslum við birtingu þáttarins. Greint hefur verið frá því að stjórnendur Swedbank hafi varað stærstu hluthafa hans við því að ásakanir yrðu settar fram tveimur dögum áður en þátturinn birtist. Browder er eigandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins sem var áður umsvifamikill í Rússlandi. Eftir að hann lenti upp á kant við rússnesk stjórnvöld hefur Browder gerst afar gagnrýninn á ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Upplýsingar sem Magnitskí komst yfir sýndu að spilltir rússneskir embættismenn hefðu þvættað skattfé sem þeir stálu í gegnum evrópska banka. Browder hefur sent gögn um meint peningaþvætti banka til yfirvalda í nokkrum Evrópuríkjum. Saksóknara hafa vísað sumum kærunum frá vegna þess að fyrningarfrestur brotanna er liðinn. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Rússland Svíþjóð Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breski fjárfestirinn Bill Browder hefur kært sænska bankann Swedbank til saksóknara og fjármálaeftirlitsins í Svíþjóð vegna peningaþvættis. Nokkrir stærstu bankar Skandinavíu hafa nú verið sakaðir um að hafa hagnast á stórfelldu peningaþvætti fyrir vafasama aðila í Rússlandi og víðar. Í kærunni sakar Browder Swedbank, sem er stærsti banki Eystrasaltslandanna, um að hafa þvættað 176 milljónir dollara sem rússneskir embættismenn drógu að sér, að sögn Financial Times. Endurskoðandi Browder, Sergei Magnitskí, afhjúpaði spillingarmálið og var barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Féð er sagt hafa farið í gegnum útibú Danske bank og litháenska bankann Ukio áður en það fór í gegnum útibú Swedbank í Lettlandi, Litháen og Eistlandi en einnig Svíþjóð. Áður hefur Browder kært Danske bank og Nordea, tvo stærstu banka Norðurlandanna, fyrir peningaþvætti. Swedbank fullyrðir að starfsmenn bankans hafi tilkynnt yfirvöldum um alla grunsamlega fjármagnsflutninga. Birgitte Bonnesen, bankastjóri Swedbank, hefur þó viðurkennt að „hætta“ sé á að grunsamlegar greiðslur hafi farið óvart í gegnum bankann. Umfangsmestu ásakanirnar vegna peningaþvættis norrænna banka hafa fram að þessu beinst að Danske bank. Útibú danska bankans í Eistlandi er talið hafa verið notað til að þvætta jafnvirði hundruð milljarða íslenskra króna af illa fengnu fé frá 2007 til 2015. Ásakanir um að allt að 5,8 milljarðar dollara af vafasömu fé frá Danske bank hefðu farið í gegnum Swedbank voru settar fram í sænsku fréttaþætti í síðasta mánuði. Bankinn er nú þegar til rannsóknar vegna gruns um innherjasvik í tengslum við birtingu þáttarins. Greint hefur verið frá því að stjórnendur Swedbank hafi varað stærstu hluthafa hans við því að ásakanir yrðu settar fram tveimur dögum áður en þátturinn birtist. Browder er eigandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins sem var áður umsvifamikill í Rússlandi. Eftir að hann lenti upp á kant við rússnesk stjórnvöld hefur Browder gerst afar gagnrýninn á ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Upplýsingar sem Magnitskí komst yfir sýndu að spilltir rússneskir embættismenn hefðu þvættað skattfé sem þeir stálu í gegnum evrópska banka. Browder hefur sent gögn um meint peningaþvætti banka til yfirvalda í nokkrum Evrópuríkjum. Saksóknara hafa vísað sumum kærunum frá vegna þess að fyrningarfrestur brotanna er liðinn.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Rússland Svíþjóð Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41
Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50