Facebook leggur aukna áherslu á dulkóðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2019 10:01 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez Facebook ætlar að leggja aukna áherslu á dulkóðuð skilaboð sem eyða sér sjálf og aukna persónuvernd á næstu árum, jafnvel þó það leiði til þess að miðlar fyrirtækisins verði bannaðir í sumum ríkjum. Í langri blogfærslu sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, birti í gær segir hann að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji standa vörð um friðhelgi einkalífsins.Þá ætlar Facebook að hætta að hýsa gögn í löndum sem eru þekkt fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi eins og friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi.Samkvæmt AP fréttaveitunni sér Zuckerberg þessar breytingar sem leið fyrir Facebook til að brjóta sér leið inn í skilaboðamarkaðinn, sem hefur vaxið hraðar en hefðbundnir samfélagsmiðlar. Þá gætu breytingarnar hjálpað Facebook að eiga við hertar reglugerðir eins og fyrirtækinu hefur verið hótað víða um heim í kjölfar fjölmargra hneykslismála þar sem persónulegar upplýsingar notenda hafa endað í röngum höndum.Zuckerberg segir þó að samfélagsmiðlahlið Facebook verði enn kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Facebook varð að því stærðarinnar fyrirtæki sem það er í dag með því að soga upp persónuupplýsingar fólks og nota þær til að senda hnitmiðaðar auglýsingar á notendur. Greiningaraðilar búast við því að þessar auglýsingar mun skapa 67 milljarða dala tekjur fyrir Facebook á þessu ári. Allar breytingar sem gætu ógnað þeirri kjarnastarfsemi gætu komið verulega niður á hlutabréfaverði fyrirtækisins, samkvæmt AP. Í samtali við fréttaveituna sagðist Zuckerberg hins vegar standa í þeirri trú að breytingar þessar myndu frekar hjálpa Facebook. Gangi allt eftir myndu sérsniðnar auglýsingar einnig birtast í skilaboðaforritum Facebook. Zuckerberg segir að þjónusta þessi verði byggð upp eins og WhatsApp. Mest áhersla verði lögð á skilaboð og að þau verði eins örugg og mögulegt er. Byggt verði á þeim grunni og bætt við símtölum, myndbandssímtölum, sögum og ýmislegu öðru. Meðal annars verði hægt að greiða fyrir þjónustu. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja alfarið óljóst hvort að Facebook muni græða á þessum breytingum. Einhverjir sjá það sem leið fyrir Facebook til að komast hjá hertri löggjöf og jafnvel til að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Með því að þétta Facebook, Instagram og WhatsApp saman gætu forsvarsmenn Facebook haldið því fram að ekki væri hægt að slíta þjónusturnar í sundur. Það myndi einnig gera fyrirtækinu kleift að byggja upp þéttari gagnapakka um notendur sína. Bandaríkin Facebook Persónuvernd Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Sjá meira
Facebook ætlar að leggja aukna áherslu á dulkóðuð skilaboð sem eyða sér sjálf og aukna persónuvernd á næstu árum, jafnvel þó það leiði til þess að miðlar fyrirtækisins verði bannaðir í sumum ríkjum. Í langri blogfærslu sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, birti í gær segir hann að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji standa vörð um friðhelgi einkalífsins.Þá ætlar Facebook að hætta að hýsa gögn í löndum sem eru þekkt fyrir að standa ekki vörð um mannréttindi eins og friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi.Samkvæmt AP fréttaveitunni sér Zuckerberg þessar breytingar sem leið fyrir Facebook til að brjóta sér leið inn í skilaboðamarkaðinn, sem hefur vaxið hraðar en hefðbundnir samfélagsmiðlar. Þá gætu breytingarnar hjálpað Facebook að eiga við hertar reglugerðir eins og fyrirtækinu hefur verið hótað víða um heim í kjölfar fjölmargra hneykslismála þar sem persónulegar upplýsingar notenda hafa endað í röngum höndum.Zuckerberg segir þó að samfélagsmiðlahlið Facebook verði enn kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Facebook varð að því stærðarinnar fyrirtæki sem það er í dag með því að soga upp persónuupplýsingar fólks og nota þær til að senda hnitmiðaðar auglýsingar á notendur. Greiningaraðilar búast við því að þessar auglýsingar mun skapa 67 milljarða dala tekjur fyrir Facebook á þessu ári. Allar breytingar sem gætu ógnað þeirri kjarnastarfsemi gætu komið verulega niður á hlutabréfaverði fyrirtækisins, samkvæmt AP. Í samtali við fréttaveituna sagðist Zuckerberg hins vegar standa í þeirri trú að breytingar þessar myndu frekar hjálpa Facebook. Gangi allt eftir myndu sérsniðnar auglýsingar einnig birtast í skilaboðaforritum Facebook. Zuckerberg segir að þjónusta þessi verði byggð upp eins og WhatsApp. Mest áhersla verði lögð á skilaboð og að þau verði eins örugg og mögulegt er. Byggt verði á þeim grunni og bætt við símtölum, myndbandssímtölum, sögum og ýmislegu öðru. Meðal annars verði hægt að greiða fyrir þjónustu. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja alfarið óljóst hvort að Facebook muni græða á þessum breytingum. Einhverjir sjá það sem leið fyrir Facebook til að komast hjá hertri löggjöf og jafnvel til að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Með því að þétta Facebook, Instagram og WhatsApp saman gætu forsvarsmenn Facebook haldið því fram að ekki væri hægt að slíta þjónusturnar í sundur. Það myndi einnig gera fyrirtækinu kleift að byggja upp þéttari gagnapakka um notendur sína.
Bandaríkin Facebook Persónuvernd Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Sjá meira