Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2019 06:15 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Mynd/Alþingi Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira