Brugðust við kröfu um hóflega launastefnu með hækkun forstjóralauna um 43 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 12:17 Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér. Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30