Misjafnt hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira