Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2019 06:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Fréttablaðið/Anton Brink Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira